Sá sem hjálpar borgar!

Það er skrýtin veröld á Íslandi. Hér eru starfandi öflugar björgunarsveitir. Menn eru alltaf tilbúnir að fara út í verstu aðstæðunum til að bjarga því sem bjargað verður og setja oft sjálfan sig í hættu. Og allt í sjálfboðavinnu. Fjáröflun gengur út á að selja flugelda (varasamt og heilsuspillandi) eða ganga í hús og selja "neyðarkallinn".

Og hugsa sér: þessi samtök eiga svo jafnvel að borga skemmdir á bílunum sem þeir draga út úr sköflunum ef bílaeigendunum dettur í hug að krefjast þess. Eitthvað er nú ekki í lagi í þessum efnum!

Ég legg til að:

1. Björgunarsveitarmenn séu með eyðublað með sér þar sem fólk sem biður um aðstoð skrifar undir að það ætlar ekki að gera björgunarsveitamenn ábyrga fyrir einhverju tjóni sem gæti fylgd aðgerðinni.

2. Ríkið leggur meira fjármagn í þetta frábæra starf sem björgunarsveitirnir okkar vinna svo að það verði ekki eins nauðsýnlegt að fara í allskonar fjáröflun.

3. Björgunarsveitir taka gjald fyrir hjálpina sína sérlega þegar fólk anar illa útbúið út í einhverjar vitleysur. Þannig er það víðast annarstaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband