14.2.2012 | 18:20
Hvað nú, Bjarni?
Það virðist að hitna undir stólnum hans Bjarna Ben. Vafningsmálið vefur upp á sig. Þarna var honum á í messunni, og ekki er þægilegt fyrir formanninn Sjálfstæðisflokksins að viðurkenna brot.
Ætli allir þeir sem myndu aftur vilja kjósa aðalhrunflokkinn endurskoða þetta ekki, allavega þeir sem eru með siðferðisvitund í sæmilegu lagi?
Merkilegt finnst mér að á mbl.is er ekki að finna frétt um vafningsmálið hans Bjarna.
Athugasemdir
Lygafréttastofa RUV sem Ögmundur Jónasson kallar svo, fjallaði um Bjarna kl.1900-1925.Lygafréttastofa RUV-DV tók síðan við.Vægt til orða tekið þá skeit lygafrétta-DV-kastljósmaðurinn Helgi Seljan upp á bak sér í þeim þætti.Og gott var, ef hann var ekki líka að míga á sig þegar hann rembdist við að slíta þættinum.
Sigurgeir Jónsson, 14.2.2012 kl. 20:24
Allavega var Helgi verulega andstuttur þegar þættinum lauk og Bjarni var búinn að valta gjörsamlega yfir hann.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 20:32
Bjarni var svo mikið í vörn að hann þuldi í sífellu sama rullan, þorði varla til að draga andann til að koma í veg fyrir óþægilegum spurningum. Ekki fannst mér hann sannfærandi. Og ef eitthvað var þá var Helgi Seljan allt of kurteis.
Úrsúla Jünemann, 14.2.2012 kl. 22:14
Úrsúla nú er það svo að öfgastjórnmálaöfl í þínu föðurlandi, hefur þótt sæma að dæma menn án þess að þeir séu sekir. Nú hef ég talið mig kynna mér þetta mál all vel, e.t.v. hefur eitthvað það komið fram sem ég hef ekki séð.
Annars dvel ég árlega í allnokkurn tíma í Þýskalandi. Minnist þess ekki að hafa hitt þar þýska kjaftakerlingu, sem vill með níði taka æruna af fólki. Nú veit ég af einni í Mosfellsbænum.
Sigurður Þorsteinsson, 15.2.2012 kl. 13:49
Sigurður,
hvað kemur það málinu við hvar ég átti einu sinni heima? Og þú mætti alveg sleppa í þínum skrifum að vera móðgandi.
Úrsúla Jünemann, 17.2.2012 kl. 14:03
Úrsúla, það er krafa í alræðisflokkum að menn játi á sig brot, sem þeir hafa ekki framið. Fólk sem aðihyllist slík vinnubrögð kalla ég öfgafólk. Það eru einmitt þar sem ég flokka viðhorf þín.
Í Þýskalandi eru þekktir öfgahópar til vinstri og hægri, og þeir eru svartur blettur á sögu Þýskalands. Yfirleitt hef ég kynnst hérlendis afbragðsfólki frá Þýskalandi, en af skrifum þínum stundum hef ég megnustu óbeit á.
Verst er að það skaðar málflutning þinn í umhverfismálum, sem oft er skoðunar verður.
Sigurður Þorsteinsson, 28.2.2012 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.