28.2.2012 | 09:37
Árni Sigfússon í rusli?
Skuggaleg frétt birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag: Sorpeyðingastöð Kalka í Helguvík sem er í miklum fjárhagsvanda ætlar að rétta úr kútnum við að flytja inn sorp frá Bandaríkjunum. Ég deplaði augunum fyrst og hélt að ég hefði ekki lesið rétt. Getur verið að svona lagað stendur til og menn fá leyfi til slíkra viðskipta? þó að bæjarstjóri Reykjanesbæjar sjálfur er stærsti eigandi Kölku?
Nú virðist það þannig að við hér á landi séum sjálfir í nógu miklum vandræðum að ganga frá sorpinu okkar. Það eru til dæmis enn starfandi sorpbrennslustöðvar sem spúa heilsuspilland efni út í andrúmsloftið. Margt er urðað og fargað á ófullkominn hátt.
Til eru mjög strangar reglur til hér á landi til að koma í veg fyrir smit. Það má til dæmis ekki koma hingað til landsins með kjötvörur. Salamípylsur eru teknar af manni þó að þær eru búnar til eftir ströngustu kröfunum erlendis. Reglur segja að allt veiðidót og allur hestamannabúnaður skuli verið sótthreinsaður. Keppnishestar sem fóru til útlanda mega aldrei koma aftur tilbaka. Þetta hefur auðvitað sinn tilgang allt saman. En hvernig samræmist þetta þeirri hugmynd að flytja inn rusl til förgunnar. Eru menn þá ekki hræddir við smit?
Ef þessi nýjasta hugmynd hans Árna Sigfússonar fær leyfi þá skil ég ekki lengur heiminn.
Athugasemdir
Sæl Úrsúla, þetta með Salamí pulsurnar vissi ég ekki þar sem ég fór oft til Danmerkur og tók þá með heim bestu Salamípulsu sem til er, en svo fór ég að hugsa, ég tók þær til Noregs, ekki til Íslands. Hann Árni er sjálfum sér líkur og af hverju brenna þeir akki ruslið sitt í USA? Það er vegna þess að þeir eru að farga efnum sem eru miklu hættulegri en við þekkjum og getur hver sá er vill séð hvað lúrir á bak við þessa saklausu frétt.
Eyjólfur Jónsson, 29.2.2012 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.