Dýravernd

Það þarf svo sannarlega að endurskoða dýraverndarlögin og herða viðurlög við illa meðferð á dýrum. Dýr eru ekki leikföng og ekki heldur verksmiðjuvara. Dýr þurfa umönnun og ást og umhverfi samkvæmt þörfum þeirra. Menn sem treysta sér ekki að uppfylla þetta ættu að fá sér frekar tuskudýr eða öðruvísi líflaus leikföng. Ósköp dapurlegt er að sjá illa hirt útigangshross, ketti sem menn hafa hent út og vilja ekki eiga lengur, hunda sem eru allan daginn í bandi fyrir utan hús eða grátandi og vælandi inni í marga klukkustundir. Og við tölum nú ekki um dýr sem eru alla ævi í þröngum búrum, um dýr sem eru flutt mörg hundruð kílometrar í sláturhús. Við hér á Íslandi ættum að hafa efni á því að skapa dýrunum okkar viðeigandi umhverfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband