Páskafríið búið

Eftir rólegt og yndislegt páskafrí mætti ég aftur til starfa í skólanum mínum, fullt af orku fyrir ný átök. Var strax hneppt í forfallakennslu fyrir veikan starfsfélaga. Lét krakkana skrifa stutta ritgerð um páskafríið. Var hissa hvað mörgum gekk illa að skrifa um eitthvað sem þau gerðu í fríinu.

Finnst krökkunum svona erfitt að skrifa um smá atburði í daglegu lífi? Er ekkert fréttnæmt nema utanlandsferð eða stórveisla? Eða stærsta páskaegg sem var hægt að fá? Er ekkert merkilegt við það að fjölskyldan átti góða samverustundir  um páskahelgina? Eða var það ef til vill ekki þannig? Hafði fólkið ekki tíma fyrir börnin sín þá?

Allavega mættu sum börn tætt og óúthvíld í skólann, höfðu ekki frá neinu skemmtilegu að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Tíhíhí...!

Úrsúla mín... Áttu við að blessuð börnin hafi verið í þynnkukasti...?

Hehehe...!

Sævar Óli Helgason, 10.4.2012 kl. 22:56

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Eitthvað svoleiðis. Eftirköst eftir sykuráti kannski.

Úrsúla Jünemann, 11.4.2012 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband