Sigmundur Davíð, hvað ertu að meina?

Það er alveg magnað hvað fjölmiðlar okkar eru hollir sumum en ekki öðrum. Tökum dæmi um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Það er alveg magnað hvað þessi maður er alltaf í fjölmiðlunum þótt hann hefur ekkert til brunns að bera. Nýjasta ummæli hans á þann veg að  ríkisstjórnin hefði ollið meiri skaða en hrunið sjálft dæmir sig nú bara sjálft. Flokkurinn hans átti stóran þátt í aðdraganda hrunsins og hefur aldrei reynt að gera hreint fyrir sínum dyrum. Einkavinavæðingin blómstraði hjá þessum flokki fyrir hrun.

Hvar eru fjölmiðlar okkar staddir þegar þessi maður fær að koma fram hvað eftir annað með svona bull? Það liður varla dagur án þess að Sigmundur Davíð fær að koma fram með einhverju sem allir heilvitir menn munu dæma sem áróður manns sem dauðlangar að komast til valda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það verður náttúrlega að passa það mjög vel að stjórnar andstæðingar komist ekki í fjölmiðla og vera gaspra eitthvað sem miður fer, um þessa frábæru ríkistjórn.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.4.2012 kl. 18:14

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þessi ríkisstjórn hefur haft erfið verkefni fyrir hendi og var ekki alltaf nógu sannfærandi í sínum aðgerðum. En hún hefur náð árangur í mörgum málum. Gasprarar eins og Sigmundur Davíð sem biður bara að koma sínum spillum flokki aftur að kjötkötlunum fara virkilega í taugana hjá mér.

Úrsúla Jünemann, 29.4.2012 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband