Sagan úr bankanum

Í dag fór ég í banka. Mér finnst gaman að fara í banka. Maður hittir stundum fólk, getur spjallað, fengið sér kaffi og fylgjast með mannlífinu. Þetta er miklu skemmtilegra en að sitja fyrir framan tölvuna og stumra yfir færslurnar í heimabanka. Svo finnst mér afgreiðslufólkið í mínum banka óskaplega vingjarnlegt.

Á meðan ég beið - það þurfti að bíða svolítið á þessum tíma rétt eftir mánaðarmót- fylgdist ég með stelpu, svona 4 - 5 ára gömul og mömmu hennar. Mamman var niðursokkin í blaðalestur og stelpan var að dunda sér við að nota stól til að snúa sér í hringekju. Mamman leit upp og bað barnið um að hætta, það mætti víst ekki nota stólana þannig. Barnið hélt áfram. Eftir svolítinn tíma sagði mamman: "Elskan, þá má ekki snúa stólana, það á að sitja fallega í þeim". Fallega sagt, en barnið hélt áfram. (Þarna hefði ég nú látið barnið hlýða mér) Jæja, það endaði með því að stelpan klemmdi puttana sína og byrjaði að orga. þá loksins tók mamman viðbrögð og knúsaði barnið. Og afgreiðslukonan gaf stelpunni nammi í verðlaun fyrir óþekktina.

Hvað læra börnin úr þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þau læra  jafnmikið og núverandi ríkisstjórn og þingmenn lærðu af reynslu sinni síðustu árin Úrsúla! akkúrat 0.

Eyjólfur Jónsson, 2.5.2012 kl. 19:08

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Æi, ekki vera alltaf að blanda alþingismenn í allt. En börnin okkar hafa gott af því að læra smá aga og fá festu í uppeldinu. Þau eiga ekki að fá þau skilaboð að allt sé leyfilegt þó að það sé bannað.

Úrsúla Jünemann, 3.5.2012 kl. 15:30

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ó það var nú ekki meiningin! en við eigum líka erfitt með skilaboðin að ofan þegar brotnar eru allar reglur. Grislingana er sem betur fer hægt að skerma að mestu leiti og alveg gull að fara með þau 10 mín. út fyrir bæjarmörk og koma þar inn í draumalandið okkar.

Eyjólfur Jónsson, 7.5.2012 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband