Hópur öfgamanna á ferð

Í dag var stór hópur náttúruverndar"öfgamanna" á ferð á Reykjanesi. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands skipulagði gönguferð frá Grindavík til að skoða Eldvörp á Reykjanesi sem er 10 km gígaröð. Þvílík náttúrugersemi sem er rétt hjá okkar á höfuðborgarsvæðinu. Fáir vita af því og það er sorglegt. Reykjanesið er stórkostlegt svæði. Að hugsa sér að þar munu risa fjölda gufuaflsvirkjarnir er alveg afleitt. Þarna eru menn að hugsa einungis um að fá að þurrausa það sem náttúran gefur af sér á stuttum tíma. Græða núna en gefa skítt í það sem koma skal. Til að nefna bara eitt dæmi: Ferskvatnsforðinn á Reykjanesi hvílir á saltvatn úr sjónum af því að saltvatnið er þyngra en ferskvatn. Með því að  bora niður á heita vatnið gæti þetta jafnvægi raskað. Vilja menn að Reykjanesið verði fyrir alvarlegu tjóni það sem ferskvatnsveitunni snertir? Hvað gæti það verða sveitafélögunum dýr?

Margar spurningar eru enn ósvarað í sambandi við orkuöflun á Reykjanesi. "Öfgamenn" sem hugsa ekki bara um skjótfenginn gróða heldur einnig um náttúruna eru kannski ekki mjög vinsælir. En ef til vill þarf að hlusta á þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband