Gleðibankinn er enn í fullu gildi

Mjög fróðlegt er að lesa um sögu náttúruverndar á Íslandi. Hugsunarháttur um að taka og nýta allt sem náttúran gefur af sér var ríkjandi, oft úr sárri neyð en einnig þar sem fólkið hafði nóg að bíta og brenna.

Hver man ekki eftir júróvísionlaginu um gleðibankann? "...leggjum ekkert inn, tökum bara út..." Þegar maður heyrir háværar raddir núna í dag um að "nýta þurfi auðlindir landsins" og byggja þyrfti upp stóriðju áfram til þess að lyfta upp efnahagsástandið þá sýnir það að við séum upp til hópa langt á eftir öðrum þjóðum það sem umhverfisvernd og sjálbær þróun snertir. Gleðibankinn nútímans byggir einmitt upp á því að við leggjum einnig inn og tökum ekki bara út, tökum ekki meira en náttúran getur skapað og endurnýjað. Þannig tryggjum við að afkomendur okkar fá sömu lífsgæðin og við höfum í dag. Og ekki eru þau nú slæm hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband