Stálskógur

Í Vogum á Vatnsleysuströnd var lengi vel barist gegn því að leggja nýja háspennulínu. Því miður er það búið spil. Háspennulínur ofanjarðar valda mikla sjónmengun. Er ekki komið nóg? Hvað ætlum við að leyfa stóriðjudraumórunum að ganga langt? Hversu mörg falleg landsvæði á að fórna fyrir enn eitt álver? Ísland er fagurt land sem margir heimsækja einmitt vegna sérstaks landslags og náttúru sem er einstök á heimsvísu. Við skuldum næstu kynslóðunum  og einnig heimsbyggðinni að varðveita það sem eftir er af óspilltri náttúru Íslands. Sleppum að hugsa einungis um skjótfenginn gróða og setjum okkar skýra stefnu lengra fram í tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband