12.12.2012 | 09:34
Jóla hvað?
Jólin ættu að vera hátíð ljóss og friðar en ekki vettvangur græðgi og æsingar. En efnishyggjan blómstrar hér sem aldrei fyrr. Fyrsta verkið mitt á morgnanna er að sækja dagblaðið og fleygja í leiðinni öllum glansbæklingum í tunnu. Þvílík sóun! Ég held að aldrei áður hefur borist jafn mikill ruslpóstur á mitt heimili. Ég hef slökkt á útvarpinu núna enda leið af öllu jóla - jóla sem hellist yfir mig allan daginn. Set frekar disk í tækið með eitthvað flott og ó-jólalegt.
Af hverju getum við ekki beðið þangað til jólin koma? Ætli það verði ekki þannig að margir eru orðnir leiðir og þreyttir á öllum veislum og uppákomum þegar jólabjöllurnar klingja loksins. þá er ekkert eftir nema að rífa upp alla pakkana, fylla tunnuna af rusli og fara svo eftir jól og skipta allt þetta dót sem manninum líkar ekki nógu vel.
Gefum þeim sem okkur þykir vænt um frekar það sem er svo dýrmætt á okkar tíma hraðar og æsingar: Tíma, bros og hlýju - og það ekki bara um jólin.
Athugasemdir
Þörf hugleiðing, allt of margir sem eru löngu búnir að týna upphaflega tilganginum, að koma saman, vera góð við hvert annað, gefa gjafir (kannski prjónaða sokka, útskorna drykkjarkönnu) eitthvað sem fólk vantaði. Í dag vantar fólk ekki neitt, nema nálægð og hlýju.
Hjóla-Hrönn, 17.12.2012 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.