16.4.2013 | 21:30
Hagvöxtur hvað?
Eftir að ég er búin að hlusta á umræðurnar í sjónvarpinu þar sem frambjóðendur lýstu yfir stefnuna flokksins í umhverfismálunum þá er ég viss um að ég mun aldrei kjósa framsóknarflokkinn né sjálfstæðisflokkinn. Þessir flokkar eru "risaeðlur" í atvinnuuppbyggingunni á okkar landi og einblína ekkert á annað en skjótfenginn gróða, helst með meira stóriðju og þar með meira eyðileggingu á okkar dýrmættri náttúru. Þessir flokkar stóðu fyrir Kárahnjúka- brjálæðinu og drápu Lagarfljótið. Nú er Mývatnið okkar í hættu. Ég hvet alla sem láta sér náttúruvernd varða að skrifa undir mótmælandalista hjá Landvernd í sambandi við Bjarnraflagsvirkjun. landvernd.is.
Þjóðin á að vera vakandi yfir því að "hagvaxta- brjálæðingarnir" ganga frá okkar fallega landi.
Þjóðin á að vera vakandi yfir því að "hagvaxta- brjálæðingarnir" ganga frá okkar fallega landi.
Athugasemdir
Göngum hægt um gleðinnar dyr.
Hörður Halldórsson, 16.4.2013 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.