Krýsuvík, ekki nógu langt frá?

Getur það verið að það sem er okkur næst er ekki nógu spennandi?

Í gær fékk ég að fara með náttúrusamtökunum í mjög áhugaverða ferð um Krýsuvíkursvæðið. Fræðimenn sem voru með í ferðinni sögðu skemmtilega frá og miðluðu mikinn fróðleik.

Krýsuvík og allt svæðið í kring er mjög merkilegt á heimsvísu. Móbergshryggir til dæmis finnast ekki á mörgum stöðum í heiminum. Kleifarvatnið er mjög sérstakt og dularfullt vatn og fegurðin þar í kring heillandi.

En menn í stóriðjuflokknum ætla að brölta áfram í sínu draumasýn að á Íslandi væri orku að fá endalaust. Þar er ekki hlustað á vísindamenn heldur er að búa til eitthvað mynstur sem stenst engan veginn. Þannig að Krýsuvík er í hættu eins og önnur svæði á Reykjanesi. Mætti ekki loksins að afskrifa álversdæmið í Helguvík. Þetta hefur þegar kostað allt og mikið og glórulaust er að fórna landsvæði eins og Krýsuvík sem skapar margfalt meira tekjur sem ferðamannastaður ef rétt er að því staðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er greinilegt að þú ert ekki mikið í Krýsuvík. Þarna sést varla nokkur ferðamaður.Þeir sem eru þarna á sumrin er fólk sem er að veiða í vatninu.Öfgaumhverfisfólk heldur sig við lygarnar.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2013 kl. 20:04

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Krýsuvík er einn merkilegasti staður landsins. Hún á marga unnendur og meirihluti þeirra fagna hve lítt hún er þekkt. Auk þess hvílir á henni bölvun.

Meira er um það fjallað í „Brísingamen Freyju“ eftir Skugga sem er hægt að sækja á gudjon.not.is.

Guðjón E. Hreinberg, 10.5.2013 kl. 21:38

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sigurgeir, þú ert greinilega að tala um eitthvað sem þú veist ekki um. Bara í gær á meðan ég var þarna voru um 100 ferðamenn að skoða svæðið og það utan aðalferðatímabilið. Ég er leiðsögumaður og í hvert skipti sem ég kem þangað með hóp er mikið um fólk þarna.

Úrsúla Jünemann, 10.5.2013 kl. 22:16

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég er þarna stundum daglega á sumrin.Ég veit um hvað ég er að tala.Ég er stundum í nálægð felri hundruð ferðamanna á hverjum degi en þeir eru ekki í Krýsuvík.En það vantar ekki hrokann í öfgaliðið.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2013 kl. 22:34

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu reynir öfgaliðið að smala einhverjum ferðamönnum á svæðið.En þeir fara ekki þangað ótilkvaddir.Og finnst lítið til svæðisins koma.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2013 kl. 22:37

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þá ert þú örugglega á allt öðrum stað, minn kæri. Dagsferðir um Krýsuvík eru mjög vinsælar. Og ein spurning í viðbót: Af hverju ert þú að kalla fólk sem er á öðrum skoðunum en þú "öfgalið"?

Úrsúla Jünemann, 10.5.2013 kl. 22:48

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þegar umhverisvernd er komin á það stig hjá fólki að vera trú, þá kalla ég það öfgar.Og það fólk sem þjáist af slíkum trúarkvillum getur í mínum huga kallast "öfgalið".Ég kann ekki þýsku, ég get ekki skilgreint það betur á íslensku.En ég er ekki einn um að hafa þessa skoðun.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2013 kl. 23:50

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og ég hef ekki rekist á þig við Krýsuvíkurvatn.Sögur þínar um fjölda ferðamanna í Krýsuvík eru hreint bull og hafa hvergi verið staðfestar.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2013 kl. 23:54

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En það er mikill fjöldi ferðamanna sem fer á virkjunarstaðinn í Svartsengi. Ferðamenn tóku að streyma þangað eftir að orkuverið var reist.Þú ferð væntanlega ekki þangað.

Sigurgeir Jónsson, 11.5.2013 kl. 00:00

10 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Athugasemdirnar eru margar og verða þeir snöggir að stinga sér á næsta friðarreit til að framkvæma á ef þessi bregst. Ekki er haldið á spöðunum í réttri hendi og skóflublaðið snýr öfugt sem gerir alla vinnuna tóma vitleysu. Svona er það bara strákar.

50 cal.

Eyjólfur Jónsson, 24.5.2013 kl. 01:45

11 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Siurgeir! ef ég trúi á Guð er ég þá öfgamaður? Ekki held ég að sr.Sigurður Pálssson  hafi ætlað sér það með fermingunni. Ja þá væru öfgamenn við allir og þú líka Sigurgeir. Það halda strákarnir allavega.

50 cal.

Eyjólfur Jónsson, 24.5.2013 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband