Alcoa í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moodys hefur sett Alcoa í ruslflokk! Þó að álitið frá svona fyrirtækjum þarf að taka með fyrirvara er ekki hægt að lita fram hjá því að áliðnaðurinn á í vök að verjast. Offramboð og lækkandi verð á heimsmarkaðinum láta aðvörunarbjöllurnar hringja. Allstaðar nema hjá nýju ríkisstjórninni sem vilja setja allt í botn og boxa álver í Helguvík í gegn hvað svo það mun kosta.

Flytjum okkur nú hægt og sýnum smá framsýn og skynsemi.

Og hvernig var það nú með "skuldavandamál heimilana"? Var það bara sett í nefnd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Úrsúla þú bloggar á síðu Ómars:

"Sigurgeir, ég vil einungis benda þér á eitt atriði: Allt jökulvatn sem er "Sturtað á haf út á þess að vera virkjað" ber mikið af næringarefnin með sér út í haf. Þess vegna erum við hér í kringum Ísland með rík fiskimið. Hvað verður ef flest þessara næringarefna verða eftir í uppistöðulónunum?

Þetta er semsagt bara eitt af mörgum neikvæðum afleiðingunum af því að stífla jökulfljót  og margt hefur þegar komið fram í sambandi við Kárahnjúkavirkjunin."

Ég spyr þig á sama vetvangi:

"Fyrst það er svo mikið af næringarefnum í jökulvatni Jökulsár á Dal (Brú), hvers vegna var þá nánast enginn fiskur í þeirri á fyrr en búið var að virkja?

Hvar í veröldinni er fiskirækt rekin með jökulvatni?
Hefur einhver annar uppgötvað næringagildi jökulvatns, fyrir fiskirækt? 
Ef ekki, væri þá ekki tilvalið að upplýsa um þessa uppgötvun?  
Er ekki hægt að selja slíka þekkingu úr landi og ná í gjaldeyri?"

Ég verð ekki var við að þú hafir svarað, viltu frekar gera það hér?

Benedikt V. Warén, 30.5.2013 kl. 23:35

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Benedikt, þú ætti að lesa þessa athugasemd aðeins betur. Ég er að tala um fiskimiðin umhverfis Ísland og að þar nýtist næringarefnin úr jökulám upp fæðukeðjuna og þannig líka fiskistofnunum. í ánum sjálfum er allt annað lífríki. Ég var ekki heldur að tala um fiskirækt heldur náttúrulegt lífríki. Þetta tvennt er mjög ólíkt.

Úrsúla Jünemann, 31.5.2013 kl. 16:12

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Heyr heyr.

:)

Guðjón E. Hreinberg, 31.5.2013 kl. 16:23

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það var ekki að skilja á færslu þinni. Allar ár skila næringarefnum til sjávar. Jökulsár eru þar ekkert betri en aðrar að því leytinu, nema síður sé. Ég bað þig um að sína fram á gagnsemi jökulsánna sérstaklega, sem þú ekki gerir. Gruggið er leir og tormelt að mestu svarf sem verður til undir jökli þegar hann er að skríða fram. Það er sama efnið og Ómar Ragnarsson varar mjög við á virkjanasvæðinu og á foki úr Hálslóni og finnur því efni allt til foráttu.

Mér sýnist, eins og venjulega, það sé notað sitt á hvað í áróðri. Stundum er ryk og drulla góð og stundum er sömu efnin slæm, allt eftir því hvernig það hentar hverju sinni í áróðri.

Fiskur er svo alltaf fiskur hvernig svo sem hann kemur úr hrogninu og er með sömu líffræðilegu bygginguna og notar sömu efnin til að stækka og dafna, hvort sem hann er í lífríkinu eða ekki. Annað er útúrsnúningur.

Benedikt V. Warén, 31.5.2013 kl. 17:30

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Benedikt, þú ætti að mennta þig svolítið í málunum áður þú rýkur upp og lætur eitthvað frá þér fara. Framburður úr jökulánum hefur í ríkum mælum neikvæð áhrif á gróður þegar það rýkur upp úr uppistæðulónunum og kaffærar hálendisgróður á viðkvæmum svæðum. Sama "drullan" ber fullt af næringarefnum til sjávar.

Úrsúla Jünemann, 31.5.2013 kl. 18:27

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já sæll. Datt mér ekki í hug. Hentiáróður. Ég er pollrólegur þó ég vilji vita hvað fólki gengur til þegar það kemur fram með vafasamar fullyrðingar.

Steinefni og leir henta gróðri vel og þarf ekki að mennta sig neitt til að skilja það. Nefni umhverfi Eyjafjallajökuls og grænar lendur nokkrum misserum eftir gos. Efnið bætir gróður, svo framarlega að hann kaffæri ekki allt, - en grær þó upp að lokum. Einnig þarf ekki annað en skoða Surtey til að sjá hvernig gosefnin þar eru ágætlega fallin fyrir gróður, blönduð hæfilegum úrgangi sjófugla.

Dettu svo ekki í samafarið og sumir, að belgja þig út í menntahroka. Það er nefnilega hægt að lesa sig til um flest mál, þó ekki sé háskóla til að dreifa. Veit ekki hvaða menntun þú hefur, en sýnist að hún hafi eitthvað skolast til.

Hafðu það svo gott.

Benedikt V. Warén, 31.5.2013 kl. 19:16

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Æi, þú ættir að hafa hægt um þig í málum sem þú veist ekki mikið um. Þar með er ég hætt að karpa við þig, nenni því ekki lengur. Lok og læs.

Úrsúla Jünemann, 2.6.2013 kl. 23:06

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Rökþrota, sem sést best á því að þú svarar engu nema með því að vera eins og biluð plata um að ég viti ekki hvað ég er að tala um. Rökstyddu það ef þú getur, annars er allt sem þú hefur bloggað, - tómt þvaður.

Benedikt V. Warén, 3.6.2013 kl. 13:59

9 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Jíha, ekki er þetta svaravert

Úrsúla Jünemann, 3.6.2013 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband