Nú er það eitur

Illt skal útrýma með enn verra. Þetta virðist mjög algeng skoðun. Óæskilegar lífverur á að drepa - og það strax! Sama hvort það er illgresi eða hvort það séu pöddur.

En: Illgresi eru nú bara duglegar plöntur sem vaxa á óæskilegum stöðum en eru til sóma annarstaðar. Og pöddur eru margar gagnlegar: Humlur og býflugur frjóvga blómin, kóngulær veiða mý, maríuhænur éta blaðlýs og svo má lengi telja. Allir vilja fugla í sinn garð en taka jafn óðum lífsviðurværi þeirra með því að drepa næringaruppsprettu þeirra.

Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps blæs til stórsóknar til að útrýma lúpínu úr tæpum hektara á þengilshöfða - og auðvitað með eitri! Að eitra fyrir lúpínu hefur verið reynt í rannsóknartilgangi en ekki borið áætlaðan árangur.  Hins vegar hefur hófleg beit reynst mjög jákvætt. Einnig má slá lúpínu snemma sumars þegar hún hefur ekki myndað fræ í nokkur ár. Einn hektari er nú ekki svaka stórt svæði.

Ég hef átt sumarhús í 10 ár í Hvammslandi við Skorradalsvatnið, þar eru brekkurnar bláar af lúpínu og einnig belti með þessum plöntum við vatnið. Þar  koma þær í veg fyrir landbrot sökum sveiflunum við vatnsborðið - semsagt mjög gagnleg jurt að mínu mati. Á landinu mínu hefur lúpínan stungið sér niður hér og þar og dugar að slá hana þar sem ég vil ekki hafa hana, alveg eins og mjaðjurt og fleiri ágengar plöntur. Í Hvammslandi má sjá mörg skörp skil yfir í Vatnsendalandið: Þar er beit og varla nein lúpína að finna.

Svo, kæra Guðný: Settu nokkra menn af stað við sláttuorf, leyfðu nokkrum rollum að smakka góðgætið og slepptu eitrinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband