Rigningin er góð

Aldrei hef ég setið það langan tíma í þessu bloggi á sumrin enda margt annað skemmtilegt að gera. En grasið í garðinum er rennandi blautt og það viðrar illa til sláttar. Sumarblómin eru að drukkna og blómstra lítið í sólarleysinu. Ekki er spennandi að fara í fjallgöngu þegar útsýnið er núll í þokusudda. Ég nenni ekki heldur að grilla undir regnhlíf. En nú ætla ég að skella mér í gúmmígallann og hjóla góðan hring í logni. Lyktin af gróðrinum er sérlega góð í rigningunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband