21.8.2013 | 18:18
Framhaldsskólanámið
Þegar er að bera saman lengd framhaldsskólanáms hér á landi og í öðrum löndum sem standa okkur nær þá er samanburður ekki alveg nógu sanngjarnt.
Á Íslandi þurfa framhaldsskólanemar að kosta námsgögnin sjálfir og greiða skólagjöld / innritunargjöld í mörgum eftirsóttum skólum. Þar sem ekki allar fjölskyldur hafa efni á því að kosta framhaldsskólanám fyrir afkvæmin sín þá þarf margt ungt fólk að vinna sér inn tekjur í sumarfríinu til að standa undir þessu.
Og hætta er á því að þegar framhaldsskólanemar fá sumartekjur í hendur þá fallast þeir fyrir freistni að kaupa sér allskonar hluti. Bílaeign þeirra til dæmis er vægast sagt ótrúleg, allstaðar vantar bílastæði við framhaldsskólana. Neysluhyggjan er innprentað í okkar unga fólk frá yngstu æsku og flottustu og nýjustu tól verður maður að eiga.
Svona er það ekki í útlöndunum. Þar kann fólkið sér hóf og sníðar sér stakk eftir vexti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.