29.8.2013 | 16:52
Plastpokaæðið
Það er flott framtak hjá henni Dísu Anderiman að hvetja fólkið í landinu til að hafa plastpokalausan laugardag. Landsmenn eru jú skelfilega kærulausir í þessum efnum og af 10 viðskiptavinum kaupa 9 einstaklingar plastpoka í hvert skipti þegar farið er að versla. Það þykir það sjálfsagt að versla í plasti að afgreiðslufólkið í búð spyr svona frekar vélrænt: Hve margir pokar? án þess að spá í hvort maður vill fá poka, setur svo upp undrunarsvip þegar maður afþakkar.
Ég er alveg viss um að þegar menn hafa prufað að koma vörunum heim á annan hátt í margnota innkaupatösku, í pappakassa, með því að halda á vörunum eða setja þær í kerru aftur og svo út í bíl þá munu margir hugsa sinn gang. Þetta er nefnilega ekki erfitt, bara byrja á þessu.
Plastið er búið til úr dýrmætu hráefni (mikið af olíu er í því) og það eyðist ekki í náttúrunni, brotnar mjög hægt niður og skilur eftir plastagnir sem eru mönnum og dýrum hættulegar.
Leggjum náttúrunni og lífinu lið.
Athugasemdir
Ég rankaði við mér þegar skápurinn undir vaskinum var orðinn sneisafullur af plastpokum. Ég nota þá núna undir endurvinnanlegt plast (grenndargámar í öllum hverfum) og er að skoða leiðir til að minnka sorp og hvað maður getur notað í staðinn fyrir plastpoka. Er alltaf með pappakassa og plastpoka í skottinu og fer með vörurnar í kerrunni út. Þ.e. þegar ég er á bíl, ef ég er á reiðhjóli, þá fara þær beint ofan í hjólatöskurnar. Flyt bráðum í húsnæði með garð, þá get ég haft safnhaug fyrir lífrænan úrgang. Í gamla daga voru dagblöð sett innan í ruslaföturnar, og svo vafið utan um ruslið og hent í tunnuna. En kannski er blekið í dagblöðunum ekki gott fyrir umhverfið.
Hjóla-Hrönn, 31.8.2013 kl. 12:24
Þetta með dagblöðum utan um ruslið var stundað á mínu heimilinu úti í Þýskalandi fyrir 30 árum síðan og var ekki óþrifnaður af þessu. Hér á landi heldur fólkið að allt sé hreint og fínt ef menn pakka allt bara nógu vel og vandlega í plastið.
Það er hægt að kaupa poka undir ruslið sem brotna niður í náttúrunni og ekki er það dýrara en að kaupa plastpokar við hverja ferð út í búð.
Úrsúla Jünemann, 1.9.2013 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.