Vaknar þjóðin til vitundar?

Nýjasta skoðunarkönnun sýnir að núverandi ríkisstjórn tapar fylgi og tapar Framsóknarflokkurinn mikið. Gæti það verið að menn sjá í gegnum þennan lygavef sem var spunninn í kosningarbaráttunni - loksins? Og margir skammast sín fyrir að hafa látið blekkja sig? Samt skil ég ekki hvað veldur því að Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli, ekki hafa forystumenn þar gert góða hluti fyrstu 100 daga sem þessi ríkisstjórn lifir - nema gera vel við þá sem eiga mest.

Spennandi verður hvað haustið ber í skauti sér. Mín tilfinning er að þessi ríkisstjórn mun ekki lengi halda velli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það hefur nú ekki verið mín reynzla að fólk sjái í gegnum lygar, en hitt veit ég: ástæða þess að D heldur velli, er að í hvert skifti sem fólk tekur sig til og kýs eitthvað annað, þá er þetta "eitthvað annað" alltaf sami hluturinn: eitthvað jafnvel ennþá verra.

Það hefur enn ekki brugðist.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.9.2013 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband