18.9.2013 | 21:03
Baráttukveðjur til hraunvina
Það er alveg dæmalaust hvernig frekjan og yfirgangur fer að ráða. Þrátt fyrir að málaferlunum er ekki lokið þá vaða menn með tól og tækjum inn í friðað land til að leggja óþarfa hraðbraut til Álftarness. Þarna hafa menn misreiknað sig stórlega með umferðaþunganum sem mun verða þar á milli. Enginn veit hvaðan allir þessir bílar eiga að koma sem muna aka þarna um eins og haldið er fram. Hvaða rök réttlæta þennan veg?
Gæti verið að einhverjir verktakar hafa þarna puttana í spilinu? Sumum fyrirtækjum vanta stór verkefni. Mig gruna að það gæti verið að þarna eru "dílar" í gangi. (í öðrum löndum kallast þetta mútur, en ekki hér í okkar "óspilltu" landi). En þetta eru aðeins vangaveltur.
Allavega sendi ég hraunavinunum baráttukveðjur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.