Öfgaskríll og lýðræði

Í lýðræðisríkjum á fólk rétt til að tjá sína skoðun og mótmæla á friðsamlegan hátt. Þannig mótmæli fóru fram í dag við þingsetningu. Hvergi annarstaðar í heiminum hefðu mótmælendur láta stoppa sig af með einhverju grindverki. En hér stóð friðsælt fólk sem hefur verið ofboðið: Ellilífeyrisþegar, náttúruvinir, láglaunafólk, atvinnulausir, ungt fólk sem þykir vænt um landið sitt og litur framtíð ekki björtum augum. Þetta var ekki neitt "öfgaskríll".

Mér varð satt að segja óglatt að sjá menn fara í kirkju og taka guðs blessun. Menn sem hafa logið upp á þjóðina og gera enn, menn sem hafa mulið undir þá sem eiga mest, menn sem hafa enga framtíðarsýn til lengri tíma en eitt kjörtímabil, menn sem finnst allt í lagi að ganga á auðlindir landsins með offorsi eins og enginn sé morgundagurinn.

Ég bíð spennt hvernig þessir menn ætla að ljúga sig út úr öllum sínum kosningarloforðunum. Kannski er ekki skrítið að þessir menn þurfa lífverðir og sérsveit lögreglunnar og grindverk í kringum alþingishúsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband