Hver er að brjóta lög?

Friðsamleg mótmæli eru ekki lögbrot, friðsamleg mótmæli eru þáttur í lýðræðissamfélaginu þar sem fólkið lætur í sér heyra þegar því er illilega misboðið. Illa er komið fyrir lýðræðið ef lögreglan er sígið á fólk sem er að vekja athygli á mál sem er ekki í lagi. Hraunvinirnir í Gálgahrauninu mótmæla réttilega því að verktakar fara af stað með framkvæmdum áður en dómsstólar hafa ákveðið um kæruna. Þetta er yfirgangur og frekja þar sem peningaöflin ráða öllu. Þessi nýi vegur kostar morðfjár, er sennilega óþarfa og eyðileggur stórkostlegt landslag á höfuðborgarsvæðinu. Hvað liggur verktökunum svo mikið á? Hefur lögreglan ekki fullt af aðkallandi verkefnum sem eru meiri áriðandi en að bera fólk út af svæðinu þarna í Gálgahrauninu? Hver er að brjóta lögin hérna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband