12.11.2013 | 17:23
Sykursull
Mikið þörf er á að benda á það hve mikill sykur er í mörgum mjólkurvörum. Og foreldrar kaupa þetta fyrir börnin sín í þeirri trú að það sé hollt. Inn í þetta spilar einnig að það er svo þægilegt að kaupa fallaga dós til að láta barnið hafa með í nesti. Minna fyrirhöfn en að smyrja.
Það er auðvitað mjög slæmt hve mikið af svona "dollumatur" og einnig litlum drykkjafernum með einhverju sykursulli í er keypt daglega. Ruslatunnurnar í skólunum eftir nestistímanum tala sína sögu, þvílíkt magn af plasti og alls konar efnum sem fer illa í náttúrunni og brotna mjög hægt niður! Út frá umhverfissjónarmiðum væri mjög æskilegt að börnin kæmu í skólann með heimatilbúið nesti í nestisboxi og margnota drykkjabrúsa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.