Hérna - sko - þú veist

Nú er ég nýbúin að hlusta á kjaftaþátt í útvarpinu á rás 2 milli kl. 10.00 og 10.30. Hérna sko þá var þetta semsagt mjög pirrandi þú veist. Menn tala  þannig að hikorð eru nánast í hverja setningu. Þegar ég var í kennaraskóla úti í Þýskalandi þá fóru nemendur í talþjálfun. Þar þurftu menn að flytja erindi og allir hinir sem hlustuðu voru með blað að merkja við allar slæmar málsvenjur. Þetta var harður skóli og olli magapínu og svitaköst. En menn lærðu að vanda talið. Mér finnst að mönnum sem fá að masa langan tíma í útvarpinu ættu að geta sleppt öllu hérna - skó - þú veist, það er hægt að þjálfa sig í þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband