1.12.2013 | 14:06
Það fæddist lítil mús
Þarna kemur það: Ekki 300 milljarðar til leiðrétta skuldir heimilanna engir "hrægammar" sem borga þetta. 80 milljarðar sem - kannski - er hægt að ná úr bönkunum. Lagalega óvissa er um slíkt. Fugl í skógi?
Hvað stendur eftir? Jú ríkið mun vera ábyrgð fyrir aðgerðirnar. Við semsagt borgum brúsann. Sett verður í einn vasa en tekið úr öðrum. Þannig lita þessar "stórkostlegar" aðgerðar hans Sigmundar D. út. þar sem ég var alltaf hófsöm og skuldar ekki neitt þá verður tekið úr mínum vasa en ekkert sett í staðinn. Mætti ég ekki amk. þá taka minn viðbótarsparnað út skattlaust eins og skussarnir sem kunnu ekki að sniða sér stakk eftir vexti? Ég bara spyr.
Athugasemdir
Var hún ekki andvana fædd músin?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.12.2013 kl. 15:22
Það liggur við.
Úrsúla Jünemann, 1.12.2013 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.