PISA

Niðurstöðurnar nýjustu PISA rannsókna sýnir glöggt að við drögumst aftur úr í hvað gæði og árangur í skólunum snertir. Það er ekki skrýtið. Sífelldur sparnaður eða "hagræðing" eins og það er kallað hefur sínar afleiðingar.

Í  grunnskólum okkar er öll breiddin að finna: Afburðarnemendur, börn með alls konar vandamálum, líkamlega og sálræna fötlun, róleg börn sem gleymast og einnig einstaklingar sem ættu alls ekki að vera í venjulegum námshópi því þeir setja allt í uppnámi og taka mest alla orku frá kennaranum. Þetta bitnar á allri kennslu, ekki spurning! Á meðan við þurfum að taka við öllum börnum í grunnskólunum þá þurfum við að skapa umhverfi sem þeir geta þrífast í. Það þýðir: Sérdeildir sem eru fámennir og með sérmenntuðu fólki, stuðningsfulltrúar sem sinna börnum með sérþarfir en einnig þurfum við að skapa bráðgerum börnum námsumhverfi sem þeim leiðist ekki í. Allt þetta kostar.

Skólakerfið hjá okkur er illilega fjársveltur. Kennarakaupið er rýrt , en samt á að hlaða alltaf meira og meira ábyrgð á skólana í staðinn fyrir að foreldrar eru til að taka sitt uppeldishlutverk alvarlega.

Ef við í grunnskólunum þurfum fyrst að ala börnin upp - sem foreldrar ættu að gera - þá er minna tími fyrir kennslu og fræðslu. Það bitnar auðvitað á námsárangur, ekki spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband