Haltu kjafti og vertu þægur

Skilaboð þeirra manna sem héldu áramóta- og nýársávarp hljómaði í mínum eyrum svipað: Það á að sýna "samstöðu". Samstöðu um hvað? Samþykkja öllu sem ríkisstjórnin leggur til? Samþykkja  að þeir ríku verða ríkari og að þeir sem hafa litlu milli handa fái einhverjar brauðmola frá alsnægtaborðinu? Samþykkja að arðræna okkur þeirra auðlinda sem mestu máli skipta: Náttúrufegurð, ferðamennsku, sjálfbærra orku, fiskiauðlind í sjónum? Ég neita því að sýna samstöðu þeirri stefnu sem þessi ríkisstjórn hefur nú þegar sýnt. Lýðræðið einmitt byggist á því að raddir í þjóðfélaginu heyrist og ekki allir gangi í takt. Stutt er að minnast tölvupóstinn hans Gunnar Braga utanríkisráðherra að það þyrfti að koma í veg fyrir að náttúruverndarsinnað fólk kæmist að. það segir allt af þeim í framsóknarflokki: Ekki hleypa þeim að sem eru ósammála.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband