27.1.2014 | 20:48
Afnám verðtryggingar
Aðalvandamálið hér á landi er auðvitað að við sitjum uppi við ónýtan gjaldmiðil. Þess vegna þarf fyrst og fremst að afnema krónuna. Þá mun allt hitt sennilega lagast í kjölfari. Menn ættu nú að snúa sér að rót vandans frekar en að reyna eitthvað að krukka í yfirborðið. Sigmundur Davíð og hans flokkur eru andsnúnir því að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil og eru að tapa sér í einhverjum þjóðrembingi. Í kvöld hefði ég gjarnan vilja sjá forsætisráðherran í Kastljósi að ræða þessi mál. Kannski hefur honum ekki geðjast að mæta í kappræður og svara fyrir varasömum fullyrðingum.
Athugasemdir
HVERS VIRÐI VERÐA SKULDIR/ EIGNIR- EF EVRAN VERÐUR TEKIN UPP !!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 27.1.2014 kl. 21:03
Þetta mætti athuga án þess að evrópu- grýlan sé beitt.
Úrsúla Jünemann, 27.1.2014 kl. 22:02
Það er ekki gjaldmiðlinum að kenna hvernig ástandið í efnahagsmálum er heldur er það efnahagsstjórnunin sem hefur verið í molum hér frá lýðveldisstofnun. Og ástandið breytist ekkert á einni nóttu við það að taka upp annan gjaldmiðil.
Jóhann Elíasson, 27.1.2014 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.