18.2.2014 | 21:57
Er gott að borða hvalkjöt?
Í Færeyjum eru áberandi margir sem þjást af parkinsonsveiki. Þetta var rannsakað og þar kom í ljós að flestir þeir sem fengu þennan sjúkdóm höfðu neytt mikið af grindhvalakjöti. Nú eru hvalir mjög ofarlega í fæðukeðjunni og óæskileg mengandi efni eins og kvikasilfur safnast upp í þeirra líkamsvefjum. Þannig að þarna er mjög líklegt beint samband milli þess að hvalakjötsneytendur í Færeyjum verða fyrir óbeinni eitrun. Þetta hefur í kjölfar með sér að ákveðnar sjúkdómar koma oftar til með að skjóta upp kollinum.
Eigum við hér á landi að borða þannig kjöt? Og eigum við að reyna að selja öðrum þjóðum þannig kjöt? Ég bara spyr.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.