Að fimm árum liðnum

Þegar ég stóð á sama stað fyrir fimm árum og barði í einhverja blikkdollu þá hefði ég ekki trúað því að þetta myndi endurtaka sig eftir svo stuttan tíma. Að þjóðin sé búin að fá nóg af svikum, lygum og spillingu einungis eftir 9 mánuði setu  þeirri ríkisstjórnar sem fetar nákvæmlega í sömu sporin eins og hrunstjórnin gerði. Þjóðin missteig sig illilega að kjósa þetta aftur yfir sig, var allt of trúgjörn og bláeygð. En nú er komið nóg: Þessir menn og konur sem eru gersamlega vanhæf að stjórna landinu, eru þjóðinni til skammar hvar sem litið er verða að fara frá. Þetta eru bjánar upp til hópa sem valda ekki starfi sínu. Í hvert skipti sem sumir þeirra opna munninn vella eitthvað bull upp úr þeim. Vesalings Ísland ef landið er áfram undir þeirri óstjórn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Úrsúla,þetta veist þú auðvita betur  en landinn , svo vandlæting þín er mikil.  Hugo Shavez vissi líka betur en fólkið í landinu hvað væri því fyrir bestu.  En það er svo skrítið að fólkið í landinu þorði ekki að segja sitt álit firr en hann var dauður.

En hafir þú ekki skilið það en þá Úrsúla, þá er líklega borin von að þú skiljir það héðan af, að við síðustu alþingis kosningar valdi landinn annað fólk til að stjórna og líka til að losna við þetta eilífa Evrópu þvaður.    

Hrólfur Þ Hraundal, 24.2.2014 kl. 21:49

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þá kemur það! Af því að ég er ekki fædd hér þá get ég ekki talið með hinum né skilja hvað er málið. Á mínum 30 ára búsetu hér tel ég mig vera fullgildur íslendingur og skil hvað er að gerast.

Úrsúla Jünemann, 24.2.2014 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband