Bardaga- "íþrótt"

Margir geta fengið sér útrás í íþróttum þegar umframorkan er að segja til sín. Íþróttir geta gefið margt: Félagsskap, aga, heilbrigðan líkama (þó ekki alltaf) og svo má lengi telja. Sjálf hef ég stundað íþróttir lengi og kannski af meira kappi en var gott fyrir skrokkinn. Í keppnisíþróttum er markmið að sigra andstæðinginn. Þar er keppt eftir ákveðnum reglum og dómarar reyna eftir bestu getu að passa upp á að allir fylgja þessum reglum. En ég þekki enga íþrótt sem hefur það að markmið að meiða andstæðinginn og"ganga frá honum". Þarna greinir á milli íþrótt og - já viðbjóðslegri - skemmtun.

Brauð og leikir voru í boði í gamla Rómarveldinu. Þar gat almúginn skemmt sér við að sjá menn drepa hvorn annan í hringleikjahúsum. Óhæfir stjórnarmenn böðuðu sig í ljómanum að leyfa pöblinum að vera með í þessum stórkostlegum sýningum. 

Gunnar Nelsson valdi sér að hafa lífsviðurværið sitt  á þennan hátt. Það er ekki margt um það að segja að hann kaus það að vera barinn og berja aðra fyrir fúlga fjár. That´s show business.

En ég sett stórt spurningarmerki við að við gerum hann að þjóðarhetju. Nú þegar eru krakkar í grunnskólanum þar sem ég kenni að æfa "bardagalist" með því að vera Gunnar Nelsson og kýla hvorn annan og lemja.

Við þurfum ekki að kynda undir ofbeldi, nóg er til af því í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband