Blessaða þrjóskan

Ennþá berjast Íslendingar höfuð við stein og ætla að halda áfram hvalveiðum, hvað það mun kosta skiptir engu. Og menn spara ekki stóru orðin í garð þeirra "svonefndu umhverfissinna" og kalla þá hryðjuverkamenn. Það er ekkert annað.

Hvalveiðar virðist ekki skila neinum hagnaði en skemma fyrir ferðaþjónustu og leggja stein í götu fyrir sölu okkar afurða til útlanda. Víðar í heiminum eru neytendur nefnilega komnir lengra en hér og velja hvaða vörur þeir vilja kaupa, frá hvaða landi og spyrja um framleiðslu þeirra.

Hvernig væri nú að menn hættu þessa gengdalausri þrjósku og sýna smá skynsemi? Ísland er bara lítil eyja með fámennri þjóð. Við getum ekki gert það sem okkur sýnist á alþjóðavettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband