11.4.2014 | 17:35
Framlög frá ferðamönnum
Er það virkilega svo erfitt að fylgja eftir lögum og reglum? Fá menn sem eru nógu ósvifnir, frekir og gráðugir alltaf að hafa sitt fram? Gjaldtaka á vinsælum ferðamannastöðum brýtur í bága við lög um almannarétti, að menn mega fara um landið sitt óáreittir. Mér finnst að stjórnvöldin standa sig engan veginn í því að stoppa svona lögleysu eins og á sér stað við gjaldtöku á Geysi og við Kerið.
Útlenskum ferðamönnum hefur þótt hingað til að íslendingar eru elskulegir og gestrisnir. Þetta viðhorf mun breytast hratt þegar reistir verða rukkunarkofar út um allar trissur og hver og einn "landeigandi"má gjaldleggja eftir vild. Sorgleg þróun sem við munum ekki hafa hagnað af til langtíma.
Komugjald ferðamanna væri langbesti kosturinn. Allir munu skilja smá framlag í að vernda viðkvæma náttúru landsins og bæta aðgengi að henni. Það þarf bara að vera á hreinu að þessar peningar skili sér á rétta staði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.