Atvinnuleysi á Vestfjörðum

þá er komið að því, yfir 100 manns munu missa vinnu á Flateyri. Og ráðamenn þjóðarinnar klóra sig á hausnum og skilja ekkert í því. Þetta kemur þeim alveg í opna skjöldu. Kvótabraskið, þensla í þjóðfélaginu út af stórframkvæmdum á Austurlandi, hátt gengið krónunnar í kjölfarið af því, þeir vilja ekki viðurkenna ennþá að þarna liggja aðalorsökin fyrir vandamál Vestfirðinga.

En, nú kemur bjargvætturinn stóri: Olíuhreinsistöð! Hún mun redda atvinnu handa öllum. Þið á Vestfjörðum þurfa bara að samþykja, þá er ykkur öllum bjargað. Þetta kemur manni kunnugt fyrir sjónina. Gerðist ekki það sama fyrir nokkrum árum fyrir austan? Fyrst voru undirstöðuatvinnuvegina sett í rúst og svo var það léttur leikur að láta fólkið upp til hópa hrópa húrra fyrir Kárahnjúka- brjálæði og risa- álverið.

Það er nú bara ekki þannig að litla landið okkar þolir endalaust stórframkvæmdir sem eyðileggja náttúruna eða bera hættuna með sér að alvarleg umhverfisslys gætu átt sér stað. Bara strand eins af þessum risa olíuflutningsskipum myndi rústa fiskimiðin okkar á stóru svæði með óbætanlegu tjóni.

Við megum ekki vera svona kærulaus, bara af því að stórfyrirtæki úti í heimi bjóða okkur einhverjar töfralausnir. Þeir gera þetta ekki af því af þeim þykir svo vænt um okkur heldur vegna þess að þeir vilja græða á okkur. Það er alveg bókandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband