Hjólreiðar, hvers vegna ekki?

Hjólreiðar

 

Margt í daglegu lífi gerum við vegna þess að við erum vön að gera þetta svona, höfum alltaf gert þetta svona og nennum ekki að prufa eitthvað nýtt.

Gott dæmi er hvaða samgöngumátann við kjósum daglega.

Ég átti lengi vel engan bíl og ferðaðist á reiðhjól eða í strætó.

Ég hjóla enn á alla staði í 15 km radíus og jafnvel meira þó að það er bíl á mínu heimili núna.

Það er ekki langt síðan reiðhjól voru sjaldséð í umferðinni. Þau voru næstum einungis notuð hjá krökkunum til að leika sér með.

Svo komu ný og betri reiðhjól á markaðinn, fjallahjól með fjölda gíra og góðum grófum dekkjum sem gera notendunum kleift að nota þau marga mánuði á ári og í flestum veðrum.

Í hug margra ráðamanna sem starfa í skipulag umferðamála er reiðhjólið því miður ennþá álitað leik- og frístundatæki en ekki sambærilegt samgöngutæki. Reiðhjólastígakerfið á höfuðborgarsvæðinu bera víðar vott af því. Lélegar eða engar tengingar eru milli bæjarfélagana. Reiðhjólamönnum er boðið að hjóla uppi á gangstéttum, hossast upp og niður háa brúnir, taka óteljandi 90 gráða beygjur og hjóla langar krókaleiðir. Þar sem maður getur hjólað léttilega á 25 – 30 km hraða nennir maður þess yfirleitt ekki og tekur akbrautina fram yfir slíkt. En mörgum bílstjórum mislíkar þetta stórlega því stressið fer illa með manninn og friðsamlegt fólk breytist stundum í grenjandi ljón bak við stýrið. Það á bágt við að viðurkenna hjólreiðarmanninn sem jafningja í umferðinni bara af því að hann er með minna blikk í kringum sig. Flestir sitja einir í bílum sínum og komast ekki miklu hraðar um göturnar Reykjavíkur á aðalannartímum.

Sorglegt er einnig hversu lítið er haft fyrir að bjóða reiðhjólamönnum viðeigandi aðstæður að geyma hjólið sitt.

Svona dæmi eru í mörgum skólum þar sem engin reiðhjólaskýli eru og faratækin barnanna liggja undir skemmdum. Þá er ekki beinlínis hvetjandi fyrir æskuna að ferðast á vistvænan hátt og kjósa krakkarnir frekar að láta keyra sig í skólann. Hver okkar myndi nenna að setjast í blautan bíl? Við athugasemdir til bæjarins fær maður þá jafnvel svör eins og að það væri nú varasamt að hvetja börnin til reiðhjólanotkunar því að stígakerfið væri ekki nógu gott.

Hvað finnst þér um slík svör? Hvað skildu nokkrar reiðhjólaskýli og bætur á stígakerfinu kosta í samanburð við 1 mislæg gatnamót, 1 hringtorg eða breikkun Vesturlandsvegar?

Hvers vegna fara svo margir Íslendingar reglulega í sund? Auðvitað vegna þess að við eigum svo góðar sundlaugar um allt land. Hvers vegna nota ennþá svo fáir reiðhjólið? Svara þú nú!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband