29.7.2007 | 15:30
Gullfoss og mótmæli
Í gær gafst mér sem leiðsögumaður tækifæri að vera hjá Gullfossi á eigin vegum með gestum frá Þýskalandi. Þótt maður hefur komið óteljandi oft á þennan stað þá er gaman í hvert skipti. Við byrjuðum á því að ganga meðfram gljúfrinu frá Brattholti. Þetta er mjög skemmtileg leið til að koma á þennan fræga ferðamannastað. Og svo fengum við fossinn sjálfan eins og á bestu póstkortum: Vatnsmikill, í glampandi sólskini með regnboga. Og Sigríður í Brattholti var á sínum stað og horfði alvarlega á svip eins og alltaf frá minnismerkinu á bílaplaninu. Ég settist niður og naut þessara fegurðar smástund og varð hugsi. Sigríður í Brattholti er þjóðhetja því hún bjargaði Gullfossinn. Hún var sennilega fyrsta konan sem kom fram sem náttúruverndasinni og mótmælandi. Hvað myndi hún segja um stóriðjubröltið okkar í dag, um eyðileggingu náttúrunnar fyrir skjótfengna peninga?
Væri hún í mótmælandahópnum sem Íslendingum stendur styggur af? Sætti hún einnig hörku af lögreglunni, væri hún dæmt fyrir lögbrot, væri talað illa um hana í fjölmiðlunum?
Athugasemdir
Hún myndi liggja í þunglyndi og ekki einu sinni komast á fætur vegna allra þeirra röngu ákvarðana ráðamanna sem teknar hafa verið síðustu áratugi.
Bestu kveðjur,
Þurý
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 1.8.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.