7.8.2007 | 13:47
Græjusýning
Þetta voru ánægjulegir dagar um Verslunarmannahelgina. Fjölskyldan saman í sumarhúsinu við vatnið. Engar áhyggjur nema hvort kartöflurnar á grillinu myndu brenna og bjórinn myndi duga. Og svo fékk maður ókeypis þvílíka græjusýningu eins og best gerist á sérstökum sýningarsvæðum í útlöndum.
Húsbílar af flottustu og stærstu gerð, þriggja herbergja hjólhýsi, fellihýsi sem voru helminginn breiðara og gljábónaði lúxusjepparnir sem drógu ferlikin. Og svo allar kerrur með fjórhjólunum, torfæruhjólunum, lúxusbátunum.
Svona upp úr hádegi byrjaði svo alvörusýningin: Jeppar og torfæruhjól brunuðu fjörurnar fram og tilbaka. Á vatninu lá við að endurnar með ungunum sínum fengu hjartastopp af áreynslu við að flýja undan tryllitækjunum. Þeir sem ætluðu að stunda stangaveiði voru að vísu með vond spil á hendi en þessir aumingjar gátu nú bara farið snemma á fætur á meðan alvöru útivistarmenn sofa ennþá, þreyttir eftir erfiði við að koma öllum græjum og tækjum á sinn stað. Og fólkið sem ætlar að njóta kyrrðarinnar er nú bara gamaldags og alls ekki á réttri hillu.
Já, við Íslendingar eru ábyggilega flottasta þjóð í heimi.
Athugasemdir
Ótrúlega kaldhæðnislegt og skemmtilegt blogg. Takk fyrir það.
Kv. Þuríður
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 7.8.2007 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.