21.8.2007 | 14:16
Hundakúkur í plasti
Á kvöldgöngunni í gær sá ég einn af þessum plastpokum sem hundafólkið notar til að týna upp á eftir hundunum sínum. Það var góður hnútur á og lá hann á stignum. Er það hreinlegra að geyma hundakúkinn í plasti á miðjum vegi eða án?
Við pökkun hlutina mjög gjarnan inn. Garðúrgangurinn setjum við fyrst í svartan poka og svo keyrum við hann í kerru á safnhaugana. Í búðunum kaupum við margsinnis innpakkaða hluti af því það er svo fallegt og hreinlegt. Og alltaf tökum við nýja plastpoka til að pakka allt aftur inn. Hvert fer allt ruslið? Plast, frauðplastbakkar, pappakassar, gler, dósir. Sumt er endurvinnanlegt ef fólkið nennir að skila því í Sorpu.
Sum framtíðarplön fáum við líka fallega innpakkaða, en oft er ekki allt í pakkanum sem var lofað. Eftir að hafa hlustað á útvarpsviðtal í gær á stöð 2 þá veit ég að Olíuhreinsistöðin á Vestfjörðum er ekki stóriðja, ekki rafmagnsfrek og alls ekki mengandi af því að útblásturinn sem verður til er svo gott og mikilvægt fyrir plönturnar. Þetta er vel sagt og mjög fallega innpakkað.
En er þetta ekki bara hundakúkur í plasti?
Athugasemdir
Vel mælt.
Morten Lange, 1.9.2007 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.