27.8.2007 | 21:50
Íslenski herinn
Í dag, 27.8. las ég mjög góðan pistil í Fréttablaðinu undir"Stuð milli stríða": Íslenski herinn.
Vil ég þakka Þórgunni Oddsdóttur fyrir þetta þarfa innlegg. Það er virkilega tími kominn til að virða starf björgunarsveitamanna betur. Þetta eru hvunndagshetjur sem setja sjálfan sig ekki á háan stall heldur vinna þetta mikilvæga starf án þess að fá greitt fyrir, eru alltaf tilbúnir þegar kallið kemur.
Þarna mætti leggja til nokkrar milljónir úr ríkiskassanum frekar en að fara í gagnslausa heræfingar.
Styðjum björgunarsveitina - ekki bara með því að kaupa flugeldar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.