Fyrsta reiðhjólið mitt

Ég var 12 ára þegar ég fékk fyrsta reiðhjólið mitt. Þá var ég búin að spara lengi, leyfði mér aldrei að kaupa nammi heldur setti alla smápeninga í baukinn. En þvílík gleði þegar það dugði loksins til að kaupa þetta langþráði faratæki! Ég passaði mjög vel upp á þetta hjól – mitt eigið hjól! Ég hreinsaði og smurði það reglulega og gleymdi aldrei að læsa það. Í dag á ég 2 mjög góð hjól og nota þau mikið. En ég er ekki alveg jafn dugleg að halda því við.          Þessar æskuminningar komu upp í huga hjá mér þegar ég hlustaði  um daginn á samtal í hóp 9 ára barna. Einn strákur var að undrast yfir því að foreldrar annars pilts ættu ekki efni á því að kaupa mótorhjól handa barninu. Mér skildist að það er ekki svo óalgengt að svona ung börn eigi slíkan grip. Flestir eiga farsíma, margir eiga I-pod eða MP3 spilara, tölvu, sjónvarp – nefndu það bara! Nú ætla ég ekki að dásama þann tíma þegar ég ólst upp. Þá var mikil fátækt, fjölskyldurnar áttu rétt nóg fyrir daglega þarfir. Við börn áttu okkar óskir og draumar. Sumt varð einhvern tíma að veruleika og sumt rætist aldrei, maður varð bara að lífa með þessu. En mikið held ég að lífið er leiðinlegt og óspennandi þegar maður hefur engar óskir lengur, þegar allt þykir sjálfsagt, þegar maður fær allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir því. Börnin sem fá allt verða heimtufrek og þeim finnst allt sjálfsagt. Þegar þau týna hjólinu sínu þá er keypt nýtt og betra, þegar þau fara illa með skólatöskunni þá fá þau fallegra nýja tösku, þegar þau gleyma úlpunni sinni gerir það ekkert til, þá verður farið beint í næsta fatabúð.Getur verið að læti, skemmdarverk og subbuskapur sem tíðkast um helgar í miðbænum eru afleiðingar af því að þessi kynslóð sem er að reyna að skemmta sér hefur aldrei lært að bera virðingu fyrir sér né öðrum og þar af liðandi alls ekki fyrir eign annarra. Þessir vesalings einstaklingar sem leita sér hamingju í neyslu og meira neyslu urðu til í þjóðfélagi þar sem uppeldisleysi er allt of algengt, þar sem peningar skipta meira máli en góð samskipti, ást og umhyggju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband