Utanvegarakstur

Jæja, þá eru einhverjir töffarar búnir að tæta og trylla á Arnarvatnheiðinni. Ég nánast grét þegar ég las um þetta í blaðinu um daginn. Ég er búin að ganga með erlendum ferðamönnum um Arnarvatnsheiðina sennilega í um 30 ferðir, meðal annars framhjá Krókavatni þar sem nýjustu umhverfisspjöllin áttu sér stað. Hvað kemur mönnunum til að gera svona? Allir vita jú að svona hjólför í blautu landi munu sjást ennþá þegar barnabörnin okkar fara þarna um.

Nú er búið að skrifa mikið um virðingarleysið sem einkennir okkar þjóðfélag. En markaðsöflin ráða  miklu. Tökum dæmi um auglýsingar: Í mörgum bílaauglýsingum eru sýndir gljábónaða jeppa sem fara létt yfir óbrúaðar ár. Það vantar oft eitt í þessum auglýsingum: Þar er enginn vegur! Hvaða skilaboð eru þarna á ferð? Keyptu þennan jeppa og þú kemst allt! Þú átt allt landið og þú mátt gera allt sem þig langar. Með þessum jeppa kaupir þú þér algjört frelsi!

Utanvegarakstur er bannaður með lögum. Er það ekki á móti lögum að auglýsa utanvegarakstur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband