Föstudagur að hausti til

Úff! Nú hef ég ekki skrifað bloggfærslu í meira en viku. En ég er kennari og hef svaka mikið að gera. Og þegar ég kem heim eftir vinnu þá er ég alveg óvinnufær með öllu! Kannast þið við þetta ástand?

Í dag var samt góður dagur þrátt fyrir að ég er með kvef og svaf illa. Það er alþjóðadagur kennara og að því tilefni var boðið upp á vöfflur með rjóma í mínum skóla. Það var að vísu ekki utanlandsferð eins og fyrir útvalda einkavina einhvers bankastjóra, en maður gleðst yfir litið. 

Svo var ekki mikið ös í Bónus og þar var stutt bið við kassa. Fyrir utan húsinu sat harmónikkuspilari og lék á alls odda. Mér fannst þetta vinarlegt og minnti mig á göngugötuna þar sem ég átti heim í Þýskalandi, þar voru alltaf tónlistamenn að spila og gleðja fólkið. Ég gaf honum nokkrar krónur og við óskuðum hvort annað góða helgi.

Svo hjólaði ég heim með fulla poka af mat. Hugsa ykkur, að ég get keypt nóg af góðum mat á hverjum degi! Ekki þykir það öllum jarðarbúum sjálfsagt.

Heima tók á móti mér margraddaður kór:  Starar í tugatali þóttust vera alls konar fugla og hljóðið í þeim var vægast sagt mjög fyndið. Svo kom stór hópur af auðnutittlingum og kroppaði í birkinu rétt hjá. Dásamlega sætir fuglar!

Segið þið nú að föstudagur að hausti til þegar það rignir allan daginn og maður er þreyttur og uppgefinn getur samt ekki verið frábær dagur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

Kannast við þessa þreytutilfinningu og þó ég sé nú kennari í veikindaleyfi þá verð ég þreytt að hugsa um það sem  bíður eftir mér. kv. Inga María

Inga María, 9.10.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband