20.10.2007 | 11:26
Vetrarfrí
Þá er maður kominn í vetrarfrí. Þetta eru 3 dagar aukafrí hjá okkur í grunnskólanum og dugar rétt til þess að vinna upp heimilisverkin sem hafa setið á hakanum sökum anna hjá flestum kennaranum. Eins og allir vita eru flestir grunnskólakennarar konur enda erum við ennþá svo vitlausar að ráða okkur í láglaunastörf. Til að fá eitthvað út úr þessum frídögum, t. d. fara í ferðalag þarf maður að taka einhverja aukafrídaga. Skólastjórnendur eru misliðlegir að veita slíkt, þótt launalaust sé. Maðurinn minn t.d. vinnur í framhaldsskóla og hans vetrarfrí var viku á undan mínu. Hann gat ekki fengið 2 daga aukafrí svo að við skötuhjúin gætum farið í helgarferð til útlanda í tilefni silfurbrúðkaups. Svekkjandi!
Þrátt fyrir allt tal um að kennararnir séu alltaf í fríi þá getum við aldrei valið okkur þann tíma í ferðalög sem hentar okkur best. Við getum aldrei notfært okkur sértilboð á ódýrum ferðatíma.
Ég bókaði núna ferð til Frankfurt, ein án eiginmannsins, til að heimsækja ættfólkið mitt í Þýskalandi. Auðvitað á okurverði því Icelandair er alveg með á nótunum hvenær vetrarfríið er í flestum skólum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.