19.12.2007 | 12:53
Til umhugsunnar
Þá er þetta yfirstaðið: ég er búin að fá nýtt hné í jólagjöf, dreif mig í liðskiptaaðgerð sem er búin að standa lengi til. Þannig komst ég í beina snertingu við okkar heilbrigðiskerfi.
Til að byrja með varð ég að beita frekju og ákveðni til að ég fékk að fara á spítala því ég fékk að vita svona fyrir tilviljun að aðgerðin mín var frestuð fram yfir áramót. Það var ekki að hafa fyrir því að láta manninn vita af þessu!
Nú, ég komst inn með 2ja daga seinkun. Á spítalanum var greinilega nóg af leguplássi en skortur af starfsfólki. Ég þarf að taka hér fram að þetta fólk gerir sitt besta undir miklu álagi og skömm er að svona starf sé ekki borgað betur. Margar konur af erlendum uppruna vinnur á spítala, margar þeirra eru vel talandi á íslensku og ákaflega vinalegar við sjúklingana.
Á minni deild var gamall og ruglaður maður vistaður. Hann sat þarna frammi á ganginum tryggilega festur í stól svo hann gerði ekkert af sér. Svo kallaði hann í sífellu "halló" til að ná sambandi við einhvern og starfsfólki sinnti honum eftir því sem tíminn leyfði. Ég frétti af því að hann væri búinn að vera á deildinni í hálft ár vegna þess að hvergi væri pláss fyrir hann annarstaðar.
Eftir bara 4 dagar var sjúkrahúsvistin mín búin og ég sent í endurhæfingu á Grensásdeildina. Þarna er unnið ákaflega gott starf með miklu veiku fólki. Átakanlegt er að sjá fullt af ungum mönnum sem hafa lent í slysi og eru núna bundnir í hjólastól, sumir lamaðir alveg upp á hals. Eitt augnablik kæruleysi og öll framtíðarplön verða að engu, lífið tekur u- beygju í allt aðra átt. Þegar maður les um tölu látna í umferðinni þá segir þetta auðvitað ekki alla söguna, gott væri að minnast einnig á þann fjölda sem er orðinn ósjálfbjarga allt sitt líf út af slysi. Mér finnst að þessi deild er ekki nógu vel búin tækjum. Það vantar áberandi einhver lyftibúnað til að hreyfa og færa sjúklingana til. Það er mjög slitandi fyrir starfsfólkið að lyfta þunga vistmenn oft á dag.
Ég er heppin að vera bara tímabundið á hækjum. Ég mun njóta þess að vera heima um jólin eins og aldrei fyrr með þakklæti í hjartanu. En ég er reið og sár yfir því hve ábótavant okkar heilbrigðiskerfi er orðið. Í okkar ríku þjóðfélagi ætti ekki að vera neitt mál að hafa þessa hluti í lagi og hlúa betur að þeim sem eiga virkilega bátt.
Athugasemdir
Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.