2.1.2008 | 11:32
Skaupið og sjónvarp
Þar sem ég er í lamasessi heima vegna veikinda hef ég horft miklu meira á sjónvarpið heldur ég er vön að gera. Við erum á mínu heimili bara með ríkissjónvarp og hefur okkur dugað þetta hingað til. Yfirleitt er margt annað meira spennandi en að sitja fyrir framan kassann.
Ég verð að segja eins og er: Dagskrá ríkissjónvarpsins var afar lélegt yfir hátíðina. Einn af fáum ljósum punktum var myndin "börnin", hún er virkilega góð og vel leikin mynd sem skilur einhverju eftir.
En hvað skal segja um áramótaskaupið? Kannski var ég ekki nógu vel við skál til að geta hlegið af þessu, margt einfaldlega skildi ég ekki enda hef ég aldrei horft á þessa þætti í sjónvarpinu sem þarna var vísað á. Mjög útþynnt fannst mér grínið af útlendingunum og mætti frekar rýna í íslenska þjóðarsálina, þar er margt skoplegt að finna. Ég held ég hef bara einu sinni brosað: Það var flott þegar allir létu sig hverfa þegar minnst var á Grímseyjarferjuna. En þetta var að mínu mati mjög lélegt áramótaskaup og vonandi fá þessi menn sem frömdu þetta ekki að koma nálægt þessu í framtíðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.