Mótmæli í ráðhúsinu

Ég get ekki neitað því að ég hafði mjög gaman af þessum mótmælum í ráðhúsinu í gær. Sumir kalla þetta skrílslæti, en ég held að við erum bara ekki vön því hér á landi að fólkið láti óánægju sína í ljós svo að eftir því sé tekið. Flestir sem mættu þarna höfðu ákveðnar skoðanir og fannst að sér hafi verið ofboðið með þessum skrípaleik um nýjan meirihluta. Auðvitað er svona einn og einn í hópnum sem finnst bara gaman að vera með í fjörinu og hafa hátt. það truflar hins vega ekki gleðina mína yfir því að fólkið er að vakna til lífsins í pólitíkinni og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Svona er einmitt lýðræði. Í þessum mótmælum var enginn með ofbeldi, ekki  voru unnin skemmdarverk. Svo þetta var alveg í þeim ramma sem þekkist annarstaðar sem friðsamleg mótmæli.

Til gamans ætla ég að benda á að í gær var sýnt í fréttum frá alþingi á Ítalíu. þar var fjör og læti meðal þingmanna og þurfti ekki til mótmæli og "skrílslæti" frá öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband