Hækkun á dýrmætum dropum

Alltaf kemur manninum það "skemmtilega" á óvart hve fljótir ólíufélögin hér á landi eru að hækka eldsneyti. Aldrei lækka þau dýrmætu dropana þegar heimsverðið á ólíu lækkar, hvernig svosem á því stendur.

Hvað er til ráða? Á meðan margir hér á landi kjósa að aka um á stórum og eyðslufrekum bílum, á meðan bara örfáir kjósa að komast leiðar sínar öðruvísi en að aka einn í sinni dós þá hafa ólíufélögin góð spil á hendi.

Til þess að bregðast við stöðugri hækkun á eldsneyti þá gætum við einfaldlega dregið úr því að nota dýru dropana. Hér nokkrar tillögur:

1. Skipuleggja bílferðir þannig að hægt sé að tengja saman erindi. Spá í hvaða ferðir maður getur farið samdægurs og í hvaða röð þannig að akstursleiðir taka sem fæsta kílómetra.

2. Kenna börnunum að nota strætó þannig að maður sleppir við þetta óþarfa skutl hingað og þangað.

3. Hugleiða hvort það sé ekki bara góð líkamsrækt að ganga eða hjóla stutta leiðir, allavega í góðu veðri - sem gerist einnig einstaka sinnum á Íslandi!

4. Aka vistvænt: Lesa umferðina þannig að maður þarf að nota bremsurnar sem minnst. Draga tímanlega úr hraðanum þegar umferðaljósin framundan skipta á rautt, fljóta með straumnum. Stöðugar sprettir fram úr einum bíl skila engu tímanlega séð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband