Umhverfisstefna fyrirtækja

Það er gleðilegt að sjá að sum fyrirtæki eru farin að spá í umhverfismálum. Sumstaðar er ákveðin umhverfisstefna í mótun. Það er t. d. byrjað að flokka pappír og annan endurnýtanlegan úrgang.

Mjög gagnlegt væri að stærra  fyrirtæki myndu spá í umferðavandann á höfuðborgarsvæðinu. Það er nú bara mjög dýrt að skapa bílastæði handa öllu starfsfólkinu. Fróðir menn eru búnir að reikna út hvað bara stæði fyrir 1 bíl kostar. Fyrir þann pening gæti fyrirtækið gefið mörgum starfsmönnum árskort í strætó. Það gæti líka umbað starfsmenn sem nota reiðhjól eða ganga í vinnu, alla vega sjá þeim fyrir reiðhjólaskýli, búa til aðstæður til að fara í sturtu og skipta um föt o. fl.

Hvernig væri að Reykjavíkurborg myndi athuga slíkt fyrir starfsmennina sína og ganga þannig stórt skref áfram í umhverfismálum. Þetta væri hægt að útfæra frekar með því að verðlauna þau sem nota sparneytna litla bíla og eru ekki með nagladekk. Bara svona sem dæmi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband