Stóriðjustopp?

Nú langa mig að auglýsa eftir stefnu Samfylkingu í stóriðjumálum. Ég man nú ekki betur en að fyrir síðustu kosningar var talað í þeim herbúðum um að beita sér fyrir því að ekki sé farið í frekari stóriðjuframkvæmdir. Nú heyrist ekkert um það frá þessum flokki lengur. Hvar er iðnaðarráðherra, hvar er umhverfisráðherra? Eru þeir allir að lúffa fyrir Sjálfstæðismönnunum sem ætla einu sinni enn að boxa eitt álver í gegn á metstíma? Að byrja á framkvæmdum í Helguvík þrátt fyrir að óljóst er um hvaðan orkan skal koma í fullvaxið álver. Að byrja þrátt fyrir að ekki er komin lausn á hvar háspennulínurnar eiga að vera. Og hvað er um mengunarkvótann? Og hvað er um það að þenslan mun aukist aftur? En byrja skal samt á framkvæmdunum og segja svo að fyrst að það sé byrjað á þessu þá er engin leið að hætta! Þetta hefur maður heyrt áður, er það ekki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nákvæmlega. Takk fyrir góðan pistil Úrsúla. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 19.2.2008 kl. 13:16

2 identicon

Þessu var ágætlega svarað af formanni Samfylkingarinnar í hádegisfréttunum. Ég sé á skrifum félaga Hlyns að hann hefur ekki hlustað á hádegisfréttirnar. Svo er það umhverfisráðherra sem hefur um málið að segja. Bendi á ágæt skrif Dofra Hermannssonar um "Hálfverið" á bloggsíðu hans.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband