Strætó

Mér líst vel á að strætóferðir verða ókeypis fyrir flestir sem á annað borð nota þennan samgöngumáta. En hvers vegna ekki fyrir alla? Fullorðið  fólk á bestu aldri er sennilega sá hópur sem notar strætisvagna lang  minnst og þannig væri tapið hjá fyrirtækinu ekki mikið. Frítt í strætó fyrir alla! Það myndi spara miklum fyrirhöfnum við að útbúa skírteini handa krökkunum. Enginn þyrfti að vesenast út í að einhvern misnotaði kannski strætókort einhvers annars, engin týnt kort, engin leiðindi. Bara velkomin í strætó og gjörið þið svo vel! Og það er aldrei að vita hvort ekki einn og einn myndi skila bílnum sínum eftir heima og uppgötva hvað það er sniðugt að nota vagnana.

Ég fyrir mitt leiti er frekar ánægð með strætó, margt hefur batnað síðustu árin. Eitt finnst mér samt slæmt: Strætó í Mosfellsbænum kemur ekki lengur við hjá Reykjalundi. Þangað fer margt fólk í endurhæfingu sem getur eða má ekki aka bíl. Sumir þeirra gætu  notað strætó og þyrftu því ekki að vera háð einhverjum sem skutlaði þeim og sækji aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband